Sigurjón Magnús Egilsson:
Nýjast er að um fimm þúsundum fjölskyldum er sparkað úr vaxtabótakerfinu og svo á trylltu ákvörðun Katrínar að almenningur verður látin borga varnargarða um einkafyrirtæki – fyrirtæki sem hafa borgaða millarða og aftur milljarða í arð.
Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra getur ekki annað en verið mjög áhyggjufull vegna stöðu flokksins hennar, Vinstri hreyfingar græns framboðs, en flokkur hennar mælist rétt yfir fimm prósenta markinu, sem er dauðalína.
Það er ekki bara að flokkurinn hafi tapað miklu fylgi. Það er ekki bara það. Á síðustu árum hefur enginn flokkur eða hreyfing hrist af sér eins marga þingmenn og Vg hefur gert. Frá því flokkurinn myndaði ríkisstjórn ásamt Samfylkingu hafa margir þingmenn kvatt Vg.
Um árabil voru þeir þingmenn nefndir villikettir.
Í raun er það sérstakt að Katrín haldi embætti forsætisráðherra, með eins laskaðan flokk og raun er á. Kannski segir það eitthvað um veika stöðu Bjarna Ben og Sigurðar Inga. Enginn þorir að slá í borð eða láta mikið fyrir sér fara þar sem enginn formannanna þorir í kosningar.
Flokkarnir sitja fastir í eigin sjálfskaparvíti. Og hafa verið duglegir í að skapa eigin vanda. Nýjast er að um fimm þúsundum fjölskyldum er sparkað úr vaxtabótakerfinu og svo á trylltu ákvörðun Katrínar að almenningur verður látin borga varnargarða um einkafyrirtæki – fyrirtæki sem hafa borgaða millarða og aftur milljarða í arð.
Ekki er nema von að illa fari.
Hér er listi yfir þingmenn sem hafa yfirgefið Vg:
- Lilja Mósesdóttir
- Atli Gíslason
- Jón Bjarnason
- Ásmundur Einar Daðason
- Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
- Rósa Björk Brynjólfsdóttir
- Andrés Ingi Jónsson
(skrifað eftir minni)