- Advertisement -

Flokkurinn, Landspítalinn og RÚV

Gunnar Smári skrifar:

Það hefur verið markmið Sjálfstæðisflokksins lengi að setja stjórn (síns fólks) yfir Landspítalann til að auka áhrif fjármálaráðuneytisins á stjórn spítalans og draga úr vægi faglegrar stjórnar lækna og annarra fagstétta. Þetta er í anda trúar nýfrjálshyggjunnar að reka eigi opinbera þjónustu eins og hún væri hagnaðardrifinn einkarekstur þar sem peningar eru eini mælikvarðinn.

Það er gott að hafa þetta í huga þegar fólk veltir fyrir sér hversu ólík aðgangsharkan er hjá starfsmönnum Ríkisútvarpsins gagnvart stjórnendur spítalans annars vegar og hins vegar gagnvart ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem bera ábyrgð á fjársvelti heilbrigðiskerfisins og veikingu þess. Valhöll er ánægð þegar látið er líta svo út að stjórnendur spítalans viti ekki hvað þeir séu að gera, þá er auðveldara að vinna þeirri stefnu fylgis að spítalinn þurfi sérstaka stjórn yfirfrakka frá flokknum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: