- Advertisement -

Flokkurinn hlýtur að hafna Bjarna

Sigurjón Magnús:

Nú sér hver sem vill að lengra verður ekki farið. Bjarni er búinn á því. Var það reyndar fyrir lengi. Hann er oft önugur, leiðinlegur og þreytandi. Nú er að sjá hvað verður. Gallup birtir könnun um mánaðamót. Stressið eykst.

Leiðari Þegar Davíðs Oddsson hélt að leiðin að Bessastöðum væri greiðfær og bauð sig fram til forseta. Hann steinlá. Fékk aðeins 13,7 prósent og Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti með glæsibrag.

Við vorum mörg þeirrar skoðunar að neðar færi íhaldið ekki. En viti menn, í nýrri skoðanakönnun, mælist móðurskipið með minna fylgi en Davíð fékk í forsetakosningum forðum tíð.

Nú er það ekki spurning hvort Bjarni fari eða verði. Ef eitthvað líf er eftir í flokknum verður Bjarni settur af, með góðu eða illu. Þórdís K.R. Gylfadóttir varaformaður verður að fara sömu leið. Þau eru í hæstu sætunum og hafa ekki staðið sig betur en raun er á. Burtu með þau.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hver verða eftirmæli Bjarna?

Hver tekur við? Halldór Benjamín? Kannski. Áslaug Arna eða Guðrún Hafsteinsdóttir? Hvað með Guðlaug Þór? Hann hefur mikinn stuðning innan flokksins. Eitt er víst að það verða breytingar í forystunni. Bjarni getur þetta ekki lengur.

Sjálfstæðisflokkur Bjarna er margklofinn. Viðreisn, Miðflokkurinn og að hluta Flokkur fólksins. Það er dapur foringi sem missir frá sér flokksfólk í stórum skömmtum.

Hver verða eftirmæli Bjarna. Hann hefur misst flokkinn og skilar honum minni en hann hefur áður verið. Bjarni hefur haldið flokknum lengi í ríkisstjórn og tekist að verja þrenninguna; krónuna, kvótann og stjórnarskrána. Það hefur verið keppikefli ríka fólksins sem stendur enn að baki flokksins.

Nú sér hver sem vill að lengra verður ekki farið. Bjarni er búinn á því. Var það reyndar fyrir lengi. Hann er oft önugur, leiðinlegur og þreytandi. Nú er að sjá hvað verður. Gallup birtir könnun um mánaðamót. Stressið eykst.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: