- Advertisement -

„Flokkurinn fer gegn öllum sínum grunngildum“

Sjálfstæðismaðurinn Júlíus Viggó Ólafsson skrifar ádrepu um framgöngu eigin flokks í ríkisstjórnarsambandinu. Greinina er að finna í málgagni flokksins, Morgunblaðinu í dag. Grein Júlíusar endar svona:

„Ef þú spyrð ráðamenn Sjálf­stæðis­flokks­ins af hverju flokk­ur­inn virðist fara gegn öll­um sín­um grunn­gild­um í rík­is­rekstr­in­um þá munu þeir ef­laust benda þér á hversu erfitt nú­ver­andi sam­starf er. Hversu erfitt sé að miðla mál­um við flokk sem sit­ur hinum meg­in á póli­tíska lit­róf­inu. En það er vert að benda á það að sam­starfið sjálft er póli­tísk ákvörðun sem fel­ur í sér póli­tíska ábyrgð. Hvert er virði ráðherra­stól­anna ef flokk­ur­inn get­ur ekki unnið eft­ir sín­um eig­in gild­um, ef hann get­ur ekki fram­fylgt vilja sinna kjós­enda og flokks­manna?

Þegar þessu kjör­tíma­bili lýk­ur munu ég og aðrir sjálf­stæðis­menn þurfa að ganga til kosn­inga ber­andi út boðskap lægri skatta og ábyrgra rík­is­fjár­mála. Verður sá boðskap­ur trú­verðugur? Munu Íslend­ing­ar kaupa lof­orðin ef þau hafa ekki verið sýnd í verki um ára­bil? Ég er hrædd­ur um ekki.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: