Sjálfstæðismaðurinn Júlíus Viggó Ólafsson skrifar ádrepu um framgöngu eigin flokks í ríkisstjórnarsambandinu. Greinina er að finna í málgagni flokksins, Morgunblaðinu í dag. Grein Júlíusar endar svona:
„Ef þú spyrð ráðamenn Sjálfstæðisflokksins af hverju flokkurinn virðist fara gegn öllum sínum grunngildum í ríkisrekstrinum þá munu þeir eflaust benda þér á hversu erfitt núverandi samstarf er. Hversu erfitt sé að miðla málum við flokk sem situr hinum megin á pólitíska litrófinu. En það er vert að benda á það að samstarfið sjálft er pólitísk ákvörðun sem felur í sér pólitíska ábyrgð. Hvert er virði ráðherrastólanna ef flokkurinn getur ekki unnið eftir sínum eigin gildum, ef hann getur ekki framfylgt vilja sinna kjósenda og flokksmanna?
Þegar þessu kjörtímabili lýkur munu ég og aðrir sjálfstæðismenn þurfa að ganga til kosninga berandi út boðskap lægri skatta og ábyrgra ríkisfjármála. Verður sá boðskapur trúverðugur? Munu Íslendingar kaupa loforðin ef þau hafa ekki verið sýnd í verki um árabil? Ég er hræddur um ekki.“