- Advertisement -

Flokkur klofnar

„Við viljum ekki að svart­stakk­arnir í flokknum eigi flokk­inn meira en ég og þú,“ sagði Þor­gerður Katrín í þætti á RÚV skömmu eftir að til­lagan var sam­þykkt.   

Þórður Snær Júlíusson skrifar í Kjarnyrt. Hann skrifar meðal annars um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði svo úr varð Viðreisn.  

„Þann 21. febr­úar 2014 lagði Gunnar Bragi Sveins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að draga umsókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu til baka. 

Í kjöl­far þess að til­lagan var lögð fram urðu fjölda­mót­mæli á Aust­ur­velli og hópur alþjóða­sinn­aðra sjálf­stæð­is­manna klauf sig opin­ber­lega frá flokknum sín­um. Meðal annars gagn­rýndi fyrr­ver­andi vara­for­mað­ur Sjálfstæðisflokksins, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir, stefnu flokks­ins harð­lega og sagði að hún vildi ekki að harð­lífið tæki hann yfir. „Við viljum ekki að svart­stakk­arnir í flokknum eigi flokk­inn meira en ég og þú,“ sagði Þor­gerður Katrín í þætti á RÚV skömmu eftir að til­lagan var sam­þykkt.   

Þú gætir haft áhuga á þessum

…aldrei náð vopnum sínum…

Þessir atburðir klufu Sjálfstæðisflokkinn og leiddu til stofnunar Viðreisnar, sem Þorgerður Katrín leiddi í ríkisstjórn eftir kosningarnar seint á síðasta ári og eru því einn helsti áhrifavaldur í sögu Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur aldrei náð vopnum sínum að fullu aftur og fékk í fyrsta sinn í sögu sinni undir fimmtungi atkvæða síðast þegar þjóðin gekk að kjörkössunum.“  

Vilhjálmur Egilsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Samstöðinni að hann vilji fá hinn gamla Sjálfstæðisflokk aftur. Þar sem var rúm fyrir skiptar skoðanir. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: