Gunnar Smári tók saman og skrifaði:
Ég hefði búist við afgerandi uppsveiflu ríkisstjórnarflokkanna, en þarna mælast þeir með 50,2% samanlagt. Það er erfitt að meta hvernig þessi ríkisstjórn leggst í fólk, mikið af jákvæðri umfjöllun í fjölmiðlum um forystukonurnar en lítið um raunverulegt mat á að stefnu stjórnarinnar. Sem er það sem ræður mestu um hvort stjórnin fái afgerandi stuðning almennings. En þetta er skrítinn tími, pólitík og jól fara ekki alltaf saman.
Sósíalistar rísa í þessari könnun og líka Píratar. Báðar flokka næðu inn á þing með samtals 7 þingmenn. Vg er enn undir frostmarki. Flokkarnir á Alþingi fá 84% fylgi í þessari könnun. 16% svaranda velja flokka sem eru ekki á þingi. Næstum sjötti hver kjósandi telur sig ekki eiga fulltrúa á Alþingi. Það verður forvitnilegt hvernig þeim flokkum tekst að beisla þetta fylgi á kjörtímabilinu.
En svona væri þingið ef Maskína væri þingkosningar:
- Ríkisstjórn:
- Samfylkingin: 16 þingmenn (+1)
- Viðreisn: 11 þingmenn (óbreytt)
- Flokkur fólksins: 7 þingmenn (-3)
- Stjórnarandstaða innan þings:
- Sjálfstæðisflokkur: 11 þingmenn (-3)
- Miðflokkurinn: 6 þingmenn (-2)
- Framsóknarflokkur: 5 þingmenn (óbreytt)
- Stjórnarandstaða utan þings:
- Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)
- Píratar: 3 þingmenn (+3)
- Vg: enginn þingaður (óbreytt)