- Advertisement -

Flokkur fólksins fer í mál við ríkisstjórnina

„Við viljum láta reyna á það sem við köllum valdníðslu gagnvart okkar minnstu bræðrum og systrum en tap þeirra er óbætt.“

„Ég hef áður sagt við hæstvirtan fjármálaráðherra: Flokkur fólksins mun fara í mál fyrir hönd öryrkja,“ sagði Inga Sæland, formaður flokksins, á Alþingi.

„Við viljum láta reyna á það sem við köllum valdníðslu gagnvart okkar minnstu bræðrum og systrum en tap þeirra er óbætt. Í raun hefur komið fram að engir hafa það verra í samfélaginu en akkúrat þessi þjóðfélagshópur, öryrkjar sem geta illa hjálpað sér sjálfir eða borið hönd yfir höfuð sér. Þegar mál okkar, fyrir hönd eldri borgara, fer fyrir Landsrétt í aðalmeðferð á mánudaginn kemur, munum við stefna ríkinu fyrir hönd öryrkja og láta reyna á þá valdníðslu sem við teljum að hafi verið viðhöfð af stjórnvöldum í langan tíma.

Inga sagði að nú þegar kjarasamningar eru í höfn hjá mörgum og stórum aðilum á vinnumarkaði. „En öryrkjar spyrja: Hvað með okkur? Hvar er okkar kjarabót? Við þá vil ég segja þetta: Kjarabótin eina sem öryrkjar fá felst náttúrlega í því sem kemur fram í kjarasamningunum sem voru gerðir við stéttarfélögin, Eflingu o.fl. Það er lækkun á sköttum og ýmislegt annað sem ASÍ-lífskjarasamningurinn svokallaði felur í sér en það eru engar krónutöluhækkanir, engin eiginleg kjarabót sem hækkar í raun tekjur til framfærslu eða gefur möguleika til þess. Það er bara 1. janúar á hverju ári sem þessi svokallaða lagalega leiðrétting fer fram, samkvæmt t.d. 69. gr. almannatryggingalaga. Sú grein kveður reyndar á um það skýrt og skorinort að þessi kjarabót eigi að fylgja launaþróun í landinu svo fremi sem sú launaþróun sé ekki undir viðmiði neysluvísitölu. Það hefur ekki verið gert. Þessu hefur ekki verið fylgt, virðulegi forseti, í mörg ár.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: