- Advertisement -

Flokkur fjármálaráðherra í skuldasúpu

Fréttablaðið birtir í dag merka samantekt um fjárhagsstöðu þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. Að vonum fer mest fyrir Sjálfstæðisflokki, sem fær til að mynda rúmar eitt hundrað milljónir ár hvert úr ríkissjóði. Það dugar hvergi. Flokkurinn skuldar nokkuð á fimmta hundrað milljónir. Tæpan hálfan milljarð.

Í úttekt Fréttablaðsins segir að Ríkisendurskoðun hafi gert þá athugasemd við ársreikning Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn hafi tekið á móti hærri framlögum frá lögaðilum en lög gera ráð fyrir.

„Sem kunnugt er mega stjórnmálasamtök ekki taka við hærri framlögum frá lögaðilum en 400 þúsund krónum á ári og eru framlög tengdra aðila talin saman. Samkvæmt ársreikningi Sjálfstæðisflokksins fékk flokkurinn 400 þúsund frá Ísfélagi Vestmannaeyja, 400 þúsund krónur frá Ísam ehf. og 100 þúsund króna framlag frá Odda prentun og umbúðum ehf. Allt eru þetta félög í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. Ríkisendurskoðun segir að flokkurinn hafi verið upplýstur um tengslin og fór svo að Sjálfstæðismenn endurgreiddu styrkina frá Ísfélaginu og Odda.“

Þetta minnir á risastyrkina sem Guðlaugur Þór sótti um árið og flokkurinn hét að endurgreiða. Ekki er vitað hvort við það hafi verið staðið, eða hvort þeir peningar eru hluti af skuldasúpunni eða hvort búið sé að afskrifa þær. Fyrirspurn verður send til Valhallar.

 Foringjar flokkanna vilja að ríkisframlag til þeirra verði margfaldað. Þeir sitja á ríkissjóði og þeim ætti að vera leikurinn auðveldur. Ekki getur annað verið en erfitt sé að stýra fullkomlega fjárvana stjórnmálaflokkum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: