- Advertisement -

Flokksmenn óttast „hefndaraðgerðir“

Jón Kári Jónsson upphafsmaður undirskriftarsöfnunarinnar og Bjarni Benediktsson formaður. Flokksmenn óttast „hefndaraðgerðir“.

„Alvarlegra en slíkar orðahnippingar eru þó þær fréttir, sem berast af undirskriftasöfnun meðal flokksbundinna með tilvísun til 6. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins, að flokksmenn þori ekki að setja nöfn sín á þá lista af ótta við „hefndaraðgerðir“.“

Þetta eru óbreytt skrif Styrmis Gunnarssonar, sem eru þá um leið staðfesting á því sem sagt hefur verið, um áganginn innan Sjálfstæðisflokksins vegna undirskriftasöfnunarinnar.

Styrmir byrjar skrif sín svona: „Einn öldungur hafði spurnir af því á dögunum, hvernig um hann væri talað í svokölluðum „efstu lögum“ flokksins. Það var svona: „Þetta er gamall ófriðarseggur“.“

Styrmir Gunnarsson.
Hvað gerist, ef það „lím“ er ekki lengur til staðar?“

Styrmir spyr: „Það skyldi þó ekki vera að „Stalín“ sé að finna víðar en ætlað var!“

Síðan kýs hann að draga aðra flokka að: „Tal af þessu tagi fylgir öllum flokkum en grefur undan samstöðu.“

Og svo rifjar hann upp það sem sjálfstæðismenn gera einatt: „Það var staðfesta Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum, sem hélt samfélaginu saman á árum kalda stríðsins um leið og hún var límið, sem hélt flokknum saman.“

Hann endar svona: „Hvað gerist, ef það „lím“ er ekki lengur til staðar?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: