Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:
Katrín Jakobsdóttir er þjóðinni ekki til skammar í flokki „fyrirmenna“. Hún hefði samt átt að vera sönn eigin verkum og síns flokks. Hún átti auðvitað ekki að miklast af Hellisheiðarvirkjun. Annað stendur Vinstri grænum nær. Á Bakka við Húsavík stendur táknmynd Vinstri grænna. Þar sem brennd eru sextíu þúsund tonn af kolum á ári hverju. Þar er VG, ekki í Hellisheiðarvirkjun. Umhverfisflokkurinn sá. Þá væri ágætt að Katrín kynnti sig fyrir hinum erlendu „fyrirmennum“. „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í lokaræðu sinni sem frjáls þingmaður, skömmu áður en hún gerði hagsmuni Sjálfstæðisflokksins að sínum. Og benti „fyrirmennunum“ á að fátækt fólk bíður enn.
Fyrirsögnin hér að ofan er kannski ónákvæm. Kannski hafa Vinstri græn ekki verið og upptekin af hugsjónum. Sem dæmi sanna. En flokkurinn geldur þátttöku formannsins í leikþáttum „fyrirmenna“. Margir Íslendingar standa undrandi og fylgjast með Katrínu í sínu nýja hlutverki. Með breytingunum misstu margir vonir sem bundnar voru við Katrínu.