- Advertisement -

Flokkarnir raða á jötuna

„Líkt og Túristi hefur áður fjallað um þá tíðkast það ekki í löndunum í kringum okkur að stjórnmálaflokkar skipi sitt fólk í stjórnir flugvalla,“ segir í nýrri frétt á turisti.is um skipan stjórnar Isavia.

Það er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem skipar stjórn Isavia en í henni eiga fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja auk fulltrúa Miðflokks og Pírata. Fimm flokkar komastt að.

„Þannig hefur fyrirkomulagið verið á þessu kjörtímabili sem lýkur nú í haust. Og á aðalfundi Isavia nú var umboð núverandi stjórnar endurnýjað.

„Orri Hauksson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verður áfram stjórnarformaður en með honum í stjórn er Píratinn Eva Pandora Baldursdóttir, Matthías Páll Imsland frá Framsókn, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir frá Miðflokki og Valdimar Halldórsson er fulltrúi Vinstri-Grænna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: