Mynd: Smári McCarty.

Fréttir

Flokkarni eru ríkisstyrktar klíkur

By Gunnar Smári Egilsson

April 14, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Umræðan um hrörnun stjórnmálaflokkanna er að verða meira áberandi. Sjálfstæðismenn hafa þorað að ræða eigin hrörnun; Friðjón Friðjónsson, Vilhjálmur Bjarnason, Styrmir Gunnarsson, Ragnar Önundarson o.fl. Hér leggur Aðalheiður Ámundadóttir til umræðunnar, fjallar um hversu aumar hugmyndadeiglur flokkarnir eru. En þessi staða, hrörnun flokkanna og hvernig þeir hafa færst frá því að vera almannasamtök yfir í ríkisstyrktar klíkur sem ná völdum yfir flokkunum, fyrst og fremst til að tryggja sér áframhaldandi störf, er krabbamein í lýðræðiskerfinu.