„Fiskistofa byggir ákvarðanir sínar um eftirlit með löndun og vigtun afla sem og um yfirstöðu hjá endurvigtunaraðilum á gagnasöfnun og áhættugreiningu og miðar að því að veita virkt aðhald þar sem líkur eru mestar á að þörf sé fyrir eftirlit og að það skili árangri. Sem betur fer eru bilanir í löggiltum vogum fátíðar og uppgötvast fljótt. Það er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því að bilun í hafnarvoginni í Vestmannaeyjum í nokkra daga hafi valdið marktækum breytingum í starfi Fiskistofu og dregið úr árangri við eftirlit,“ svarar Fiskistofa.
Þetta er orðrétt úr Mogga dagsins í dag. Fyrir áhugasama er úr vöndu að ráða. Illskiljanlegt.