- Advertisement -

Fljúga með 3.000 tonn af fiski

Atvinnulíf Skúli Skúlason framkvæmdastjóri fraktflugfélagsins Bluebird Cargo segir fimmtán til tuttugu prósent af rekstri fyrirtækisins vera útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til ýmissa staða í Evrópu, en fyrirtækið flytur ferskfisk til meðal annars Írlands, Sviss, Þýskalands, Frakklands og Bene-lúx landanna. Jafnframt flytur fyrirtækið fisk til Bandaríkjanna. Aðspurður um hvaða sjávarafurðir fyrirtækið flytur út segir Skúli það vera mjög fjölbreytt. Í því samhengi nefnir Skúli til dæmis þorsk, ýsu, karfa, lax og flatfisk. Fyrirtækið flytur um 3.000 tonn af ferskum fiski á ári eða um 12 til 13 tonn að meðaltali á dag.

Bluebird Cargo rekur fimm þotur og hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns. Þar af eru 24 starfsmenn á skrifstofunni, meðal annars á stjórnunarsviði, sölu- og markaðsmálasviði, gæðasviði, tæknisviði og þjónustusviði. Flugmenn fyrirtækisins eru rúmlega þrjátíu og flugvirkjarnir eru tíu en þeir eru staðsettir erlendis á þeim áfangastöðum sem Bluebird Cargo flytur frakt til.

Útflutningur á ferskfiski jókst eftir hrun

Skúli segir útflutning á ferskfiski hafa almennt aukist eftir hrun og er áhugi Bandaríkjamanna á íslenskum sjávarafurðum að aukast enn frekar. Skúli lýsir auknum áhuga sem Kínverjar hafa fengið á íslenskum útflutningi og með tilkomu fríverslunarsamnings við Kína mun útflutningur þangað auðveldast töluvert. Í því samhengi segir Skúli „Auðvelt er að koma fiski á fjarlæga markaði á skömmum tíma. Sending frá Íslandi er komin á áfangastað innan 24 til 36 klukkustunda, sama hvert er flogið með fraktina“. Að lokum segir Skúli „Sjávarafurðir eru stór hluti af útflutningi með flugi og skipum og styður sá útflutningur við innflutning inn í landið. Án útflutnings frá Íslandi væri erfiðara að flytja vörur til landsins“.

Þú gætir haft áhuga á þessum

(Heimasíða LÍÚ).

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: