- Advertisement -

Flestir leita aðstoðar vegna ástands og viðhalds

Flest erindi sem berast Leigjendaaðstoðinni varða ástand og viðhald  leiguhúsnæðis og uppsögn leigusamnings. Alls bárust aðstoðinni 2017 erindi á árinu 2014. Leigjendaaðstoðin er rekin af Neytendasamtökunum samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið

Neytendasamtökin hafa rekið Leigjendaaðstoðina samkvæmt samningi við velferðarráðuneytið frá árinu 2011. Samningurinn var nýlega framlengdur og gildir til loka árs 2015. Í ársskýrslu Leigjendaaðstoðarinnar sem nú er komin út má sjá tölfræðilegar upplýsingar um erindi sem bárust á liðnu ári auk upplýsinga um önnur verkefni sem Leigjendaaðstoðin sinnir. Í skýrslunni eru einnig birt nokkur dæmi um algengar spurningar frá leigjendum auk dæma um mál sem farið hafa fyrir kærunefnd húsamála.

Leigjendaaðstoðin heldur úti vefsíðunni leigjendur.is þar sem birtur er ýmis fróðleikur um réttindi og skyldur leigjenda auk erinda og umsagna sem Leigjendaaðstoðin sendir frá sér. Þá er í skýrslunni að finna nokkur dæmi um algengar spurningar frá leigjendum auk dæma um mál sem farið hafa fyrir kærunefnd húsamála.

Ársskýrsla Leigjendaaðstoðarinnar 2014

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: