- Advertisement -

Flestir kjósa að taka verðtryggð lán

 

Neytendur Ný útlán bankanna að frádregnum uppgreiðslum hafa frekar dregist saman að undanförnu. Nettóútlán voru að jafnaði fjórir milljarðar króna á mánuði á tímabilinu frá maí til október í fyrra, en drógust svo verulega saman fram í febrúar á þessu ári. Þau tóku svo stökk upp á við í mars, en hafa síðan lækkað aftur.

LB_nettolan_innlans-515nyNettóútlán síðustu þrjá mánuði hafa að jafnaði verið um fjórðungi lægri en þau voru á sama tímabili í fyrra.

„Þrátt fyrir mikla umræðu um meinta galla verðtryggðra lána og möguleika á skerðingum á framboði þeirra virðast þau enn njóta mun meiri vinsælda en óverðtryggð lán og er munurinn frekar að aukast. Þannig voru um 70% nýrra lána í apríl og maí verðtryggð,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: