- Advertisement -

Flestir hætta vegna brottvísunar

Flestir þeir sem hætta í framhaldsskóla gera það vegna brottvísunar. Næst flestir hætta vegna þess að þeir hafa ráðið sig í vinnu og nokkur hópur skiptir um skóla. Þetta og fleira kemur fram í nýlega útkominni skýrslu mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Á síðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins má sjá niðurstöður skýrslu sem ráðuneytið hefur unnið í  samstarfi við framhaldsskóla landsins og er hún liður af átaki til að draga úr brotthvarfi. Aðgerðirnar snúa meðal annars að því að kalla eftir upplýsingum frá öllum framhaldsskólunum um ástæður nemenda fyrir brotthvarfi svo og að skima fyrir brotthvarfi í þeim skólum þar sem það hefur verið hvað mest. Byrjað var að skima fyrir brotthvarfi í þremur skólum í tilraunaskyni í byrjun árs 2013. Á haustönn 2013 var 14 skólum bætt við í verkefnið og nú í október 2014 verður skimað fyrir brotthvarfi í 18 framhaldsskólum.

Í skýrslu um Brotthvarf úr framhaldsskólum – Vor 2014 er byggt á niðurstöðum skráninga á uppgefnum ástæðum brotthvarfs frá þeim nemendum sem hættu námi áður en að lokaprófum kom á vorönn 2014.  Líkt og á fyrri önnum var óskað eftir því að haft yrði samband við alla nemendur sem hættu námi á önninni. Því er vert að taka fram að niðurstöður skráninga eiga ekki við um þá nemendur sem hættu námi á milli vor- og haustannar 2014.

Óskað eftir því að skráð yrði sérstaklega hvort móðurmál þeirra nemenda sem hættu væri annað en íslenska. Kom í ljós að af þeim 869 nemum sem hættu voru 52  með annað móðurmál en íslensku. Voru ástæður þess að þeir hættu ekki merkjanlega aðrar en hjá þeim sem höfðu íslensku að móðurmáli. Sjaldnast er ein ástæða sem liggur að baki því að nemendur hætta í námi en í þessari skráningu var þó beðið var um að skráð yrði ein ástæða hjá hverjum nemenda og var það lagt í hendur náms- og starfsráðgjafa skólanna, sem höfðu samband við nemendur eftir að þeir hættu, að meta hver væri meginástæða fyrir brotthvarfi hvers og eins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í gögnunum kom fram að í skólunum 30 hefðu 869 nemendur, 497 karlar og 372 konur, hætt námi án þess að ljúka prófum í lok vorannar 2014. Í töflunni hér að neðan koma fram heildartölur og ástæður brotthvarfs flokkaðar eftir kyni. Í niðurstöðum má sjá að tæpur þriðjungur hætti vegna frávísunar úr skóla, 11% fóru að vinna og 9% fóru í annan skóla. Aðrar ástæður höfðu minna vægi.

Sjá nánar á vef ráðuneytisins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: