Fréttir

Fleiri ný einkahlutafélög

By Sigrún Erna Geirsdóttir

November 28, 2014

Nýskráningum einkahlutafélaga hefur fjölgað um 8% síðustu 12 mánuði miðað við árið á undan. Mest er fjölgunin í flokknum Flutningar og geymsla og í flokknum leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta, eða 34%. Alls voru 2.036 ný félög skráð á tímabilinu. Gjaldþrot hafa einnig dregist saman um 19%.  Alls voru 800 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjaldþrotum í flokknum Upplýsingar og fjarskipti hefur fækkað mest, eða um 40% á síðustu 12 mánuðum.

Sjá frétt og skýringarmyndir á vef Hagstofu Íslands.