- Advertisement -

Fleiri dáið í valdatíð Willums

Gunnar Smári skrifar:

Frá því að fyrsti sjúklingurinn með cóvid dó á Íslandi og þar til Svandís Svavarsdóttir lét af störfum heilbrigðisráðherra 28. nóvember í fyrra létust 35 manns með cóvid á landinu. Frá því að Willum Þór Þórsson tók við hafa 41 sjúklingur látist með cóvid.

Þetta er skrítið í ljósi frétta og umræðu, nú er varla rætt um cóvid sem háska í fréttum. Langt síðan að ráðherra og sóttvarnaryfirvöld hafa verið í Kastljósi. Nú eru engar sóttvarnir hafðar uppi.

Í tíð Svandísar dó einn Íslendingur með cóvid á tæplega 18 daga fresti að meðaltali. Í tíð Willum hefur einn dáið á rétt rúmlega tveggja daga fresti. Þetta er mikil hröðun, eins og sagt er.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það sem gerðist er að stjórnvöld ákváðu að sleppa veirunni lausri vitandi að hún myndi þá bíta viðkvæmustu hópana. Svo virðist sem fjölmiðlar hafi ekki áhuga á að fjalla um afleiðingar þessarar stefnubreytingar. Sem er skrítið, eins og þeir eyddu mikilli orku í að fjalla um cóvid fyrir breytinguna.

Ekki kann ég að segja hvor stefnan er rétt. En mér finnst að við eigum að halda uppi opinni og virkri lýðræðislegri umræðu í samfélaginu svo almenningur skilji stefnu stjórnvalda og geti tekið afstöðu til hennar. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki þar, þegar þeir missa skyndilega áhugann á að fjalla um afleiðingar af stefnu stjórnvalda er erfitt að halda uppi vitrænni umræðu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: