Ljósmynd: Vísir.

Fréttir

Flatreka þingflokkur gerir vart við sig

By Miðjan

July 17, 2019

Meðan innanmein Sjálfstæðisflokksins vex dag frá degi reyna þrír þingmenn að gera vart við sig með skrifum í Moggann í dag. Virðingarverðar tilraunir til að beina augum fólks annað en að átökunum.

Haraldur Benediktsson vill sölu ríkisjarða: „Það er nauðsyn­legt að haf­ist verði handa við skipu­lega sölu búj­arða í eigu rík­is­ins.“

Jón Gunnarsson er á þekktum slóðum. Hann vill grafa og sprengja: „Nú er tím­inn til að hugsa stórt í arðbær­um fjár­fest­ing­um og hefjast þegar handa. Við eig­um að sækja fram: Sókn er besta vörn­in.“

Óli Björn Kárason veifar löngu úreltu trixi. Sem sagt, þegar bankarnir verða seldir fái allir sent brotabrot úr bönkunum. Þannig að allir verði kapítalistar, eins og Óli Björn segir. En er ekki ágreiningur milli stjórnarflokkana þegar kemur að bankasölu:

„Mis­mun­andi áhersl­ur stjórn­ar­flokk­anna og ólík viðhorf til hlut­verks rík­is­ins á fjár­mála­markaði kem­ur ekki í veg fyr­ir að tek­in sé ákvörðun um vald­dreif­ingu – að af­henda lands­mönn­um eign­ar­hlut í bönk­un­um tveim­ur sem eru í eigu rík­is­ins.“