- Advertisement -

Fjórmenningar í Sprengisandi á sunnudagur

Sprengisandur Von er til að umræður geti verið ágætar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni á sunnudaginn.

Sprengisandur 10.1.2016Gestir verða Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, Hanna Binna Kristjánsdóttir, alþingismaður og formaður utanríkisnefndar Alþingis, og Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður í Samfylkingunni.

Það er af mörgu að taka, umboðsmaður flóttafólks, Schengen, staða sveitarfélaga, jafnrétti, viðskiptaþvinganir gegn Rússum og afleiðingar þeirra, lögreglan og hvað eina.

Svo má geta þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Bítinu fyrir fáum dögum um viðskiptaþvinganirnar og viðbrögð Rússa:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég er sammála þér um að við eigum ekki að taka þátt í svona aðgerðum blinandi, en það kallar á að við endurmetum hvernig við nálgumst þennan EES-samning. Það mun verða umdeilt mál. Ég held að við eigum í auknum mæli að leggja okkar eigið mat á hlutina.“

Þetta verður rætt, að sjálfsögðu.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sem eru hvorutveggja sjávarútvegsráðherra og landbúnaðarráðherra, verður í löngu fréttaviðtali.

Þar verða viðskiptaþvinganir til umræðu. Eins verður rætt um stjírn fiskveiða, veiðigjöld og fleira og svo er það landbúnaðurinn. Búvörusamningurinn, kvótar og fleira.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: