- Advertisement -

Fjórflokkurinn hirðir allt

Áhyggjuefni er að samþykktir sambandsins, verklag og vinnubrögð eru mjög í anda þeirra popúlistaflokka sem vaxandi stuðningur er við um þessar mundir í Evrópu.

„Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er skipuð 11 sveitarstjórnarfulltrúum, þar af tilheyra 10 fjórflokknum,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á borgarráðsfundi.

Vigdís benti á: „Úrslit sveitarstjórnarkosninganna árið 2018 urðu á þann veg að fjórflokkarnir (D, B, S og VG) fengu 201 af 502 sveitarstjórnarfulltrúum kjörna eða um 40% fulltrúa á landsvísu.“

„Starfshópur um endurskoðun samþykkta sambandsins var allur skipaður fulltrúum fjórflokksins en ekki úr mengi 60% kjörinna fulltrúa. Það er hneyksli. Augljóst er að val og kjör í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga endurspeglar ekki  á neinn hátt úrslit kosninganna og er þar farið allverulega á svig við vilja kjósenda og þekkta lýðræðisvitund almennings. Áhyggjuefni er að samþykktir sambandsins, verklag og vinnubrögð eru mjög í anda þeirra popúlistaflokka sem vaxandi stuðningur er við um þessar mundir í Evrópu þ.e.: „Þegar þú ert orðinn sigurvegari þá tekur þú valdið allt, í stað þess að dreifa valdinu og deila valdinu.“ Tilvitnun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,“ bókaði Vigdís.

Bókunina byrjaði hún svona:

Vill leita til Ingibjargar Sólrúnar.

„Svar stjórnar sambandsins til Miðflokksins ásamt þeim máttlitlu breytingartillögum á samþykktum sem starfshópurinn leggur til, gefa ríkt tilefni til að borgarráð veki athygli framkvæmdastjóra lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á málinu og fái álit hennar á vinnubrögðum sambandsins er kemur að valddreifingu og valddeilingu. Ekki er síður mikilvægt að fá frá ÖSE tillögu að lýðræðislegum umbótum og samþykktum fyrir sambandið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: