Mjóddin er fjölfarnasta umferðarmiðstöðin á Íslandi. Svo segja borgarráðsfullltrúar Sjálfstæðisflokksins. Þeir vilja breytingar. Um fjórar milljónir farþegar fara um skiptistöð strætó þar á ári. Þrátt fyrir það er margt að, samanber það sem borgarfulltrúarnir segja, en þeir vilja að borgarráð beini til stjórnar Strætó að laga það sem að er.
Þeir vilja að biðaðstaða farþega á skiptistöðinni í Mjódd verði bætt sem fyrst og hún gerð þægilegri en nú er. „Lagt er til að umbætur verði gerðar á stöðinni þar sem að lágmarki verði ráðist í eftirfarandi aðgerðir: 1. Biðstöðin verði opin farþegum á kvöldin á meðan strætisvagnar ganga. 2. Sætum verði fjölgað og þau sem fyrir eru verði löguð. 3. Salerni biðstöðvarinnar verði opnuð almenningi að nýju.“
Borgarráð frestaði að taka afstöðu til þessa.