- Advertisement -

Fjölmiðlar þrá snertingu við valdahópa

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar:

Nú þegar vikur og mánuðir líða frá því að fjölmiðlar reyndu að sannfæra okkur um að það væru aðeins mínútuspursmál þar til venesúelska þjóðin og herinn snerust gegn ríkisstjórn Nicolás Maduro og bæru Juan Guaidó til valda; má þá ekki draga þá ályktun að eitthvað mikið hafi verið rangt í þessum fréttaflutningi? Var þetta nokkuð annað en mislukkaður áróður sem átti að styðja valdarán Bandaríkjastjórnar og hinna ríku í Venesúela?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Falla þessar fréttir ekki í flokk með þeim af því að Donald Trump sé rússneskur útsendari og að rússnesk stjórnvöld hafi unnið forsetakosningar USA 2016 (líklega til að breiða yfir að drottning hinar svokölluðu frjálslyndu miðju, Hillary Clinton, tapaði fyrir trúð)? Og fréttir sömu fjölmiðla af gereyðingarvopnum Saddam Hussein?

Það er með ólíkindum hvað fjölmiðlum líkar það vel að láta misnota sig, það er eins og þeir séu án sjálfsmyndar eða hugmyndar um sjálfstæða tilvist, þrái hverja snertingu við ráðandi valdahópa, innan og utan stjórnkerfisins.

Guðlaugur Þór utanríkisráðherra.
Ljósmynd: Stjórnarráð Íslands.

Og talandi um Venesúela; stendur það enn að við Íslendingar teljum þennan Juan Guaidó gaur, mann sem aldrei hefur verið kosinn eitt né neitt af kjósendum í Venesúela, réttkjörinn forseta landsins? Á hvaða sýru var utanríkisráðherrann okkar úr Borgarfirði þegar hann komst að þeirri niðurstöðu?

Ég mæli ekkert sérstaklega með viðtalinu sem hér fylgir, ekki fyrir utan að ég mæli með að fólk sæki sér fréttir fyrir utan meginstraumsmiðlana í Bandaríkjunum sem íslenskir fjölmiðlar endurvarpa því miður eins og uppsprettu sannleikans; til að halda sönsum verðum við sjálf að leita sjónarmiða sem þessir miðlar kæfa kerfisbundið. Og þar með sannleikann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: