- Advertisement -

Fjölmiðlar Sýnar – málgögn kapítalista

Í krafti þessarar stöðu réð Heiðar sig sem forstjóra og í krafti þeirrar stöðu er hann mættur í viðtal við Bítið.

Gunnar Smári skrifar:

Svona er Ísland í dag: Heiðar Guðjónsson á 9% í Sýn, skráðu félagi sem rekur Bylgjuna og fleiri miðla. Í krafti þessa hlutar varð hann stjórnarformaður þar sem lífeyrissjóðirnir bakka iðulega upp þann kapítalista sem á stærsta hlutinn. Í krafti þessarar stöðu réð Heiðar sig sem forstjóra og í krafti þeirrar stöðu er hann mættur í viðtal við Bítið á Bylgjunni sem sérfræðingur í efnahagsmálum. Ef lífeyrissjóðirnir sýndu þá samfélagslegu ábyrgð að gera ekki menn sem eiga 9% í einu félagi nánast að einvöldum, heldur nýttu styrk sinn til að kjósa almennt starfsfólk fyrirtækjanna í stjórn, þá væru fjölmiðlar Sýnar ekki málgögn kapítalista heldur almennings.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: