- Advertisement -

Fjölmiðlar ómissandi þáttur í öllum lýðræðisríkjum

Alþingi Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu sem Erla Hlynsdóttir vann gegn íslenska ríkinu, en dómurinn sagði dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli gegn henni frá árinu 2010 væri brot á manréttindasáttmála Evrópu.

„Þetta er þriðji dómur Mannréttindadómstólsins sem fellur Erlu Hlynsdóttur í vil, sem hefur tekið upp réttindabaráttu blaðamanna og baráttu fyrir tjáningarfrelsi. Ég tel fulla ástæðu til að óska henni til hamingju með dóminn.“

Styrkja réttarstöðu blaðamanna

Katrín sagði að fyrri tveir dómarnir sem féllu af hálfu Mannréttindadómstólsins vörðuðu mál eða kærur sem voru lagðar fram fyrir gildistöku nýrra fjölmiðlalaga árið 2011. „Þegar þau voru samþykkt hér í þinginu var reynt að sníða ýmsa vankanta af eldri prentlögum, sem voru frá árinu 1956, og styrkja réttarstöðu blaðamanna, þannig að væntanlega mundi Hæstiréttur hafa fellt aðra dóma hefðu þessi mál komið til eftir gildistöku fjölmiðlalaga. Það sem ég vil nota stuttan tíma minn hér til að gera er að hvetja stjórnvöld til að fara yfir þennan nýjasta dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða löggjöfina enn frekar til að styrkja stoðir tjáningarfrelsisins. Það eru mörg mikilvæg mál sem koma inn á borð okkar þingmanna en þessi mál eru hvað mikilvægust fyrir lýðræðisríki, að fjölmiðlar hafi aðstæður til að sinna störfum sínum.“

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Barátta Erlu

Katrín sagði baráttu Erlu ahfa í raun og veru sýnt að full þörf var á því að breyta fjölmiðlalögum og færa þau til nútímalegra horfs og styrkja þar réttarstöðu blaðamanna. „Það kann að vera að þessi nýjasti dómur kalli á enn frekari breytingar á lögum til að styrkja stöðu þeirra sem gegna því hlutverki sem stundum er kallað fjórða valdið og er ómissandi þáttur í öllum lýðræðisríkjum. Ég vil því nota tækifærið, vekja máls og athygli á þessu mikilvæga máli fyrir tjáningarfrelsi í landinu og hvetja stjórnvöld, innanríkisráðherra og menntamálaráðherra til að fara yfir alla þá löggjöf sem gæti tengst því máli.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: