Greinar

Fjölmiðlar flokkast sem framvarðarsveit

By Miðjan

April 02, 2020

Helga Vala Helgadóttir skrifar:

Þetta eru alvöru viðbrögð og mjög mikilvæg. Hvar værum við án fjölmiðla, sem nú glíma við algjöran forsendubrest í rekstri vegna samdráttar á auglýsingamarkaði. Fjölmiðlar flokkast sem framvarðarsveit nú þegar við fáumst við þessa fjárans veiru, en skilningur á mikilvægi þess að þeir hafi forsendur til áframhaldandi reksturs virðist takmarkaður. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðisþjóðfélagi og ég skora á ríkisstjórnina að opna augun fyrir þeim vanda sem að þeim steðjar núna – ekki á næsta ári eða þarnæsta. Það hefur orðið algjört hrun og við því þarf að bregðast.