- Advertisement -

Fjölmiðlamenn eru eins og klappstýrur

Brynjar Níelsson fjallar um dómstól götunnar sem getur haft mikil áhrif á líf fólks.

„Nú um stundir þykir ekkert tiltökumál að koma fram opinberlega og saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun, sem áttu að vera framin fyrir árum eða áratugum síðan og með því tvistra fjölskyldum og eyðileggja líf manna. Kærur til lögreglu með tilheyrandi rannsókn þar sem sakborningar geta varið sig og hugsanlega sannað sakleysi sitt, er alger óþarfi. Dómstóll götunnar lætur reglur réttarríkisins ekki trufla sig og sakfellir umsvifalaust og jafnvel þá sem hafa verið sýknaðir fyrir dómi,“ skrifar Brynjar Níelsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins.

Þú mannst auðvitað ekkert eftir máli Gunnars Þorsteinssonar eða biskupsins fyrrverandi.

Fjölmiðlar leggja rauðan dregil

Hann hefur sýnilega ekki mikið álit á fjölmiðlum: „Fjölmiðlar, sem trúa að þeir séu á vegum almennings og sérstakir verndarar lýðræðis og réttarríkisins, stíga ekki niður fæti, heldur þvert á móti og leggja rauðan dregil fyrir þá sem koma fram með ásakanir af þessu tagi. Fjölmiðlamenn eru eins og hverjar aðrar klappstýrur í þessu ofstæki. Stjórnmálamennn þegja þunnu hljóði, að minnsta kosti þeir sem er umhugað um endurkjör. Lítið heyrist í lögmannastéttinni, sem í sögulegu ljósi hafa verið helstu talsmenn réttarríkisins. Og ekki heyrist boffs í þessari háskólaakademíu, sem virðist vera á svipuðu róli og fjölmiðlar.

„Ertu alveg föst í Strassborg?“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður og formaður laganefndar Evrópuráðsins, spyr Brynjar: „Um hvaða menn ert þú að tala Brynjar? Getur þú vísað í dæmi um slíkar sakfellingar dómstóls götunnar?“

Og Brynjar svarar: „Ertu viss um hvað orðið dylgjur merkja, Þórhildur Sunna? Gott dæmi um dylgjur er þegar þingmaður segir annan nafngreindan þingmann grunaðan um auðgunarbrot án þess að nokkur rannsókn eða kærur hafi komið fram um slíkt. Ef formaður laganefndar evrópuráðsins er svona illa að sér um það sem er að gerast í fjölmiðlum er ekki von á góðu með þá ágætu nefnd. Þú mannst auðvitað ekkert eftir máli Gunnars Þorsteinssonar eða biskupsins fyrrverandi. Og örugglega ekki eftir nýlegu dæmi um landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Svo allar yfirlýsingar hinna og þessara í fjölmiðlum næstum daglega án þess að nöfn eru tilgreind en hægt að auðkenna. Hvar hefurðu alið manninn Þórhildur? Ertu alveg föst í Strassborg?“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: