Fréttir

Fjölmenn mótmæli á Austurvelli

By Sigrún Erna Geirsdóttir

November 04, 2014

Fjölmennt var á Austurvelli í gær þegar fjöldi manns safnaðist saman til að mótmæla ýmsum aðgerðum eða aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Lögregla telur að um 4500 manns hafi verið fyrir framan Alþingishúsið er mest var. Allt fór friðsamlega fram.

Mótmælin sem voru skipulögð á Facebook fór vel fram og voru mótmælendur á öllum aldri, allt frá ungabörnum upp í heldri borgara. Héldu margir á skiltum og enn fleiri á vasaljósum eða lýsandi símum. Slagorð voru hrópuð og fólk söng.  Voru skipuleggjendur mótmælanna ánægðir með hvernig til tókst.