- Advertisement -

Fjöldagjaldþrot hjá ungun bændum

- er hugsanleg afleiðing að ákvörðun landbúnaðarráðherra, segir formaður Framsóknar. Aðgerðir duga hvergi að mati bænda.

Landbúnaður „Hætt er við því að framundan séu fjöldagjaldþrot hjá ungun bændum með börn sem um leið sjá fram á að missa heimili sín, þar sem þau eru veðsett,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vegna ákvörðunnar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra, vegna vanda sauðfjárbænda.

Sigurður Ingi segir, á Facebook, að tillögurnar sem landbúnaðarráðherra boðar séu ágætar svo langt sem þær ná, en ap þær taki ekki á birgðarvandanum. „Þar liggur rót vandans. Sláturtíðin er hafin og birgðirnar hrannast upp. Lækkun á afurðum setur því allar áætlanir sauðfjárheimila í loft upp. Í nágrannalöndunum eru umframbirgðir keyptar af bændum og seldar út af markaði, til að fyrirbyggja verðhrun, tryggja sjálfbærni og matvælaöryggi. Þessu til viðbótar þarf að koma sérstaklega til móts við unga skuldsetta bændur – því þeir eru framtíð greinarinnar með framtíðarbú- og landstólpar margra byggða.“

Bændur eru ósáttir. „Nú liggja fyrir tillögur ráðherra. Þær eru settar fram á ábyrgð ráðherra. Ekki er um að ræða samkomulag stjórnvalda og samtaka bænda. Tillögurnar verða teknar til umfjöllunar á vettvangi samtaka bænda, m.a. á aukafundi Landssamtaka sauðfjárbænda,“ segir í yfirlýsingu Bændasamtakanna og  Landssamtaka sauðfjárbænda.
„Bændur hafa lagt fram tillögur til stjórnvalda sem miða að því að taka heildstætt á þeim vanda sem við blasir. Lykilatriði í þeim lausnum er að virkja tímabundnar aðgerðir til sveiflujöfnunar, svo sem að gera afurðastöðvum kleift að taka sameiginlega ábyrgð á útflutningi kindakjöts. Þær hugmyndir hafa ekki fengið brautargengi og staðan því óbreytt. Hættan er sú að þær aðgerðir sem landbúnaðarráðherra nú leggur til séu ekki nægar og verði aðeins til þess að draga ástandið á langinn,“ segir einnig í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: