- Advertisement -

Fjöldaárásir á Miðflokkinn

Tómas Ellert Tómasson:

Einelti og hundsun kemur til dæmis upp í hugann þegar ýmsir nafntogaðir fjölmiðlamenn eiga í hlut og „fréttaflutningur“ þeirra. Einnig má nefna að Ratatoskarnir hafa sent særandi einkaskilaboð til flokksmanna…

„Það er óhætt að segja að Miðflokkurinn hafi farið vel af stað í upphafi og náð eyrum fólks sem samsinnti sér með stefnu og málflutningi flokksins, enda stefna flokksins einföld, skynsöm og skýr,“ segir meðal annars í grein sem bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, Tómas Ellert Tómasson skrifar á Vísi. Hann segir Miðflokkinn hafa sætt árásum víða frá. Fjöldaárásum.

„Fulltrúar kerfisins og varðhundar þess, hér eftir nefndir Ratatoskar, sáu ógnina sem stóð af þessum nýja flokki, hófu fljótt varnarbaráttu og reiddu til sverðs í þeirri von að brjóta á bak aftur Miðflokkinn. Þeim stóð ógn af því að þarna var kominn fram stjórnmálaflokkur sem ræddi málin af skynsemi og lagði til skynsamar lausnir sem höfðaði til almennings og kjósenda, á kostnað kerfisræðisins.“

Áfram í grein Tómasar Ellerts:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er fólk búið að gleyma…

…grænu baununum, bankagjöfunum, umframakstrinum, tæknilegu mistökunum, sjóði 9, kláminu, vafningunum, rauða kjólnum, fiðrildamálinu, káfkörlunum og síðast en ekki síst barnaníðingsmálinu sem felldi heila ríkisstjórn og þeim ummælum og vörnum sem þar áttu sér stað?

„Varnarbarátta og aðferðir Ratatoskanna eru bæði grófar og ofbeldiskenndar. Birtingarmyndir ofbeldisins eru margar, bæði duldar og sýnilegar. Einelti og hundsun kemur til dæmis upp í hugann þegar ýmsir nafntogaðir fjölmiðlamenn eiga í hlut og „fréttaflutningur“ þeirra. Einnig má nefna að Ratatoskarnir hafa sent særandi einkaskilaboð til flokksmanna, haft um þá niðrandi ummæli á samfélagsmiðlum, borið á borð lygasögur og hafa svo í ofanálag birt og fjallað um í þúsundum pistla um vandræðalega kráarferð nokkurra þingmanna flokksins og óábyrgt tal þeirra um annað fólk og ætlaðar vegtyllur. Óábyrgt og ósmekklegt fyllerísraus sem þingmennirnir hafa beðist afsökunar á, en Ratatoskarnir ekki fyrirgefið. Það hentar þeim ekki, Miðflokkurinn ógnar kerfinu og skal allur – íslensk stjórnmál 101?“

Tómas Ellert lýsir hér aðferðum skrímsladeildarinnar frægu. Af honum má skilja að árásirnar hafa komið víðar að. Hann vill að fleira verði í umræðunni en Klaustursmálið:

„Þó það bæti ekki böl að benda á annað verra, en er fólk búið að gleyma grænu baununum, bankagjöfunum, umframakstrinum, tæknilegu mistökunum, sjóði 9, kláminu, vafningunum, rauða kjólnum, fiðrildamálinu, káfkörlunum og síðast en ekki síst barnaníðingsmálinu sem felldi heila ríkisstjórn og þeim ummælum og vörnum sem þar áttu sér stað? – Það virðist allt fyrirgefið og fallið í gleymskunnar dá. Er það vegna þess að þar átti í hlut fólk sem eru samþykktir Ratatoskar og eru partur af kerfinu eða á sterka fjárhagslega bakhjarla sem geta leyft sér þann munað að halda úti óhróðri og áróðri á bæði ríkis- og einkareknum fréttastöðvum, í nafni „frjálslyndis“, sem nýttir eru til að níða skóinn af öðrum og komast upp með það? – Leikhús fáránleikans segi ég nú bara.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: