Forsetakjör
Halla Hrund, Katrín, Baldur og Jón Gnarr mælast með minna fylgi nú í nýrri könnun Prósents fyrir Moggann, miðað við fyrr kannanir. Á sama tíma sækir Halla Tómasdóttir á og meira en tvöfaldar fylgið milli kannanna Prósents.
Halla Hrund Logadóttir er með mesta stuðning landsmanna í forsetaembættið sem stendur, fær 26% fylgi en Katrín er með rúm 19 prósent.
Skammt undan Katrínu er Baldur Þórhallsson. Segir í Morgunblaðinu að Halla Tómasdóttir gæti blandað sér í slag hinna efstu ef hreyfingarnar halda áfram. Könnunin birtist í kjölfar umræðu um að stuðningsfólk Katrínar í valdastétt hefur farið mikinn með auglýsingum og á samfélagsmiðlum undanfarið með opinberum yfirlýsingum frá þekktu fólki. Jón Gnarr leikari mældist með 13,8 prósenta fylgi sem er ögn minna en fyrir viku.