- Advertisement -

Fjársvelt Landhelgisgæsla er í neyð og ráðherrann í spreng við að sanna sig

Sigurjón M. Egilsson:

Auðvitað verður flugvélin ekki seld. Það er svo arfavitlaus að það tekur ekki tali. Bjarni verður að segja Jóni hvort hann verður áfram ráðherra eða ekki. Hömlulaus Jón er til vandræða.

Hvað ætli valdi því að Landhelgisgæslan er svo illa stödd að eina ráðið er að selja sérsniðna flugvél Gæslunnar. Getur verið að ráðherra fjármála og fjárlaganefnd þingsins skammti Gæslunni minni peninga en hún þarf? Já, auðvitað er það svo. Í mörg ár hefur Gæslan neyðst til að leigja vélina til að afla sér tekna. Eins hefur hún tekið eldsneyti í Færeyjum til að geta haldið varðskipunum gangandi. Þetta er fáránlegt.

Landhelgisgæslan er sú stofnun á Íslandi sem fólk treystir mest og best. Öfugt við ríkisstjórn og Alþingi.

Jón Gunnarsson virðist ekki kunna sér læti. Honum er í mun að ganga í augun á Bjarna Benediktssyni formanni flokksins. Bjarni ætlar jú að skipta út ráðherra. Jafnvel í næsta mánuði. Hann gekk svo langt að hann lofaði Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðherrasæti snemma á þessu ári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jón er því í speng við að sanna sig í ráðherrastólnum. Bjarni lét klappa hann upp á landsfundinum. Það hefur gefið Jóni meiri orku. Eins og sjá má af verkum hans sést honum ekki alltaf fyrir. Nú er að sjá hvernig Jón bjargast úr þessum vanda.

Auðvitað verður flugvélin ekki seld. Það er svo arfavitlaus að það tekur ekki tali. Bjarni verður að segja Jóni hvort hann verður áfram ráðherra eða ekki. Hömlulaus Jón er til vandræða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: