Stjórnmál

Fjármálaráðuneytið gerði ofanflóðasjóð upptækan

By Miðjan

January 28, 2021

„Fyrir nokkrum árum gerði fjármálaráðuneytið ofanflóðasjóð upptækan og henti honum inn í ríkissjóð. Fram kom í fréttum um daginn að ríkisstjórnin ætlaði að veita 1.600 milljónir í ofanflóðavarnir og auðvitað veitir ríkisstjórnin ekki neinar fjárhæðir í það þarna vegna þess að þeir peningar eru til, þeir eru markaðir, þeir eru innheimtir á hverju ári,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki í þingræðu.

„Í örstuttu máli þá er hann í raun eins konar bókhaldsstærð í ríkisfjármálunum,“ svaraði Bjarni Benediktsson um ofanflóðasjóð.

„Eftir því sem fjárheimildir eru hærri, þeim mun meiri eru áhrifin á niðurstöðu fjárlaga hvers árs. Það sem mér finnst ekki hafa verið í lagi, og ég vona að ég hafi verið nægilega skýr með það, er að í raun var aldrei í sögunni frá 1997 öllu því fjármagni veitt til framkvæmda á hverju ári sem innheimt var með þessu sérstaka gjaldi.“