Fjármálaráðherra hótar forseta – er þetta fólk ekki í lagi?
Samfélag Össur Skarphéðinsson hefur blandað sér í nýjasta deilumálið, skrif Bjarna Benediktssonar til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.
Össur skrifar á Faccebook:
„Þegar forsetinn gagnrýnir ríkisstjórnina – réttilega – fyrir framkomu sína gagnvart öldruðum og öryrkjum þá bregst fjármálaráðherra við með því að hóta að skera niður fjárveitingar til forsetaembættisins. Er ríkisstjórnin semsagt komin á þann stað að hóta þeim sem gagnrýna hana – jafnvel sjálfum forseta lýðveldisins? – Er þetta fólk ekki í lagi?“