Greinar

Fjármálaráðherra getur ekki gefið eftir

By Miðjan

March 19, 2024

„Ég er ekki að sjá Þórdísi Kolbrúnu gefa eftir, enda gæti hún í leiðinni látið af öllum draumum um að verða formaður Sjálfstæðisflokksins.“Marinó G. Njálsson.

Marinó G. Njálsson skrifar:

Forstjóri fyrirtækis ákveður upp á sitt eins dæmi, að eigandi ráði engu um framþróun fyrirtækisins. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum á Íslandi og alltaf endað á sama veg. Forstjórinn hefur þurft að leita sér að nýrri vinnu.

Nýtt tilfelli er komið upp:

„Bankastjóri Landsbankans segir að kaup bankans á TM tryggingum séu mikilvæg til að styrkja stöðu bankans á markaði. Ekki verði fallið frá kaupunum þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu fjármálaráðherra.“

Nú verður spennandi að sjá, hvort bankastjóra Landsbankans verði sagt upp störfum, eftir að hún taldi sig ráða meiru um ríkisvæðingu stórs tryggingafélags í gegnum bankann sem hún stjórnar, en fjármálaráðherra sem þó fer með 98% hlut ríkisins í Landsbankanum. Ég er ekki að sjá Þórdísi Kolbrúnu gefa eftir, enda gæti hún í leiðinni látið af öllum draumum um að verða formaður Sjálfstæðisflokksins. Held að Lilja Björk hafi átt að velja sér annan slag en þennan.

Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu höfundar. Greinin er birt hér með leyfi Marinós.