- Advertisement -

Fjármálaráð kom of seint með ábendingar

Benedikt Jóhannesson: „Það er mjög erfitt að fara eftir ábendingum um eitthvað sem maður gerir vegna þess að þær komu ekki fram fyrr en eftir að maður gerir það.“

Fyrrverandi fjármálaráðherra, Oddný Harðardóttir Samfylkingu, og núverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson Viðreisn, ræddu fjármálaráð og fjármálaáætlun á Alþingi í dag.

Oddný sagði fjármálaráð hafa gefið út ítarlegar og góðar umsagnir þar sem bæði fjármálastefnan og áætlun stjórnvalda eru harðlega gagnrýndar.

„Ég spyr fjármála- og efnahagsráðherra: Hvers vegna hefur hann ákveðið að hunsa ábendingar fjármálaráðsins? Ég spyr líka hæstvirtan ráðherra hvort hann telji ekki að það að hunsa ráðið hafi einhverjar afleiðingar í för með sér.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Benedikt svaraði og sagði meðal annars: „Það er mjög erfitt að fara eftir ábendingum um eitthvað sem maður gerir vegna þess að þær komu ekki fram fyrr en eftir að maður gerir það.“

Oddný var ekki af baki dottinn: „Fjármálaráðið gagnrýnir m.a. að það eigi að lækka almenna virðisaukaskattsþrepið á áætlunartímanum.“

Í svari Benedikts, var þetta að finna: „Nú er fjármálaáætlun í meðförum þingsins og ég veit að þingmenn munu ræða hana í þaula.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: