- Advertisement -

Fjármálakerfið er í meginatriðum traust

Niðurstaða þeirrar greiningar er sú að bankarnir hafi lagt nægilegt fé til hliðar á afskriftarreikning.

Frásagnir. Morgunblaðið 9. maí 2008.

Íslenska fjármálakerfið er í meginatriðum traust og staða bankanna er viðunandi. Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika 2008, skýrslu Seðlabanka Íslands um stöðu fjármálakerfisins, sem kynnt var í gær. Í áliti Seðlabankans sem Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar, las upp kemur fram að ársreikningar þriggja stærstu bankanna fyrir síðasta ár sýni sem fyrr að þeir séu enn þróttmiklir og eru eiginfjárstaða, arðsemi og lausafjárstaða þeirra viðunandi. Uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins séu jafnframt í samræmi við það mat.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Geta til að mæta útlánatapi

Stærsti hluti eigna íslensku bankanna eru útlánasöfn þeirra og hefur Seðlabankinn greint getu bankanna til þess að mæta útlánatapi, bæði væntu og óvæntu.

Stærsti hluti eigna íslensku bankanna eru útlánasöfn þeirra og hefur Seðlabankinn greint getu bankanna til þess að mæta útlánatapi, bæði væntu og óvæntu. Niðurstaða þeirrar greiningar er sú að bankarnir hafi lagt nægilegt fé til hliðar á afskriftarreikning til þess að mæta væntu útlánatapi en jafnframt að eigið fé þeirra sé nægilegt til þess að mæta óvæntu útlánatapi. Komi til þess má búast við að auka þurfi á eigið fé á nýjan leik, þ.e. að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir þau mörk sem lög gera ráð fyrir.

Í skýrslunni kemur fram að bankarnir hafi verið tiltölulega vel undir þær hremmingar sem fjármálafyrirtæki heimsins hafa gengið í gegnum á undanförnum mánuðum búnir, m.a. vegna aðgerða sem gripið var til í kjölfar þess að erlendir greiningaraðilar og fjárfestar tortryggðu íslenskt fjármálakerfi á vormánuðum 2006. Brýnasta verkefni þeirra nú sé að tryggja aðgang að erlendu lánsfé og minnka lánsfjárþörf auk þess sem traust fjárfesta og innistæðueigenda sé mikilvægt. Skilyrði á alþjóðlegum mörkuðum muni sennilega ekki skána til muna innan tíðar en þegar það gerist muni fjárfestar sýna meira aðhald og varfærni en áður var.

Áhættuþættir og styrkleikar

Helstu áhættuþættir fjármálakerfisins eru sem stendur fjórir að mati Seðlabankans. Til skamms tíma er mest áhætta fólgin í hinum viðkvæma gjaldeyrismarkaði, þ.e. gengislækkun umfram það sem þegar er orðið, auk tregs aðgengis að fjármagni. Til langs tíma er mest hætta fólgin í hækkandi fjármagnskostnaði og því að gæði eigna bankanna hafa versnað.

Sveigjanleiki efnahagslífsins, góðar efnahagshorfur og traust staða bankanna eru hins vegar til marks um viðnámsþrótt fjármálakerfisins auk öflugrar opinberrar umgjarðar og eftirlits og sterkar stöðu ríkissjóðs. „Viðbúið er að glíma þurfi við fjölþætta áhættu en lágmarka þarf líkur á fjármálaáfalli sem skaðað gæti afkastagetu efnahagslífsins og lífskjör,“ segir í áliti Seðlabankans.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: