- Advertisement -

Fjármálaáætlunin: Kaldar kveðjur ríkisstjórnarinnar til ferðaþjónustunnar

Síðan segir að skattastyrkir til greinarinnar af þessum toga nemi 27 milljörðum kr. samkvæmt fjárlögum.

Birgir Þórarinsson Miðflokki hélt ræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar:

Þar segir að tekjur ríkissjóðs séu lægri en ella sökum þess að stærsta útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustan, er ekki skattlögð í almennu þrepi virðisaukaskatts heldur því neðra. Síðan segir að skattastyrkir til greinarinnar af þessum toga nemi 27 milljörðum kr. samkvæmt fjárlögum. Það þykja mér fremur kaldar kveðjur frá ríkisstjórninni til atvinnugreinar sem borið hefur uppi hagvöxt undanfarinna ára og stendur undir 42% af útflutningsverðmæti þjóðarinnar. Atvinnugrein sem gert hefur það að verkum að skuldir ríkissjóðs hafa lækkað verulega og að við búum nú við öflugan gjaldeyrisvarasjóð, þjóð sem átti engan gjaldeyri fyrir 10 árum síðan. Þetta eru greinilega skilaboð frá ríkisstjórninni um að hún stefni að því að hækka álögur á ferðaþjónustuna þegar mikil óvissa ríkir um greinina.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: