- Advertisement -

Fjármálaáætlunin er ekki 5 aura virði

Bjarni er sýnilega samur við sig. Heldur tryggð við ríkasta fólkið.

Er fjármálaáætlunin fimma aura virði? Svarið er einfalt. Það er nei. Daginn sem Bjarni Benediktsson kynnti áætlunina voru forsendurnar þegar teknar að breytast. Meginstoðirnar breytast dag frá degi. Endanlegt plagg verður eflaust langt frá áætlun Bjarna Benediktssonar.

Vegna atburða í samfélaginu er víst að dregið verður úr boðuðum framlögum til samgöngumála, til heilbrigðismála og félagsmála. Er það ekki vaninn?

Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og fremsti þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Hún er vel læs á áætlun Bjarna Benediktssonar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Skattabreytingarnar í áætluninni eru þær sömu sem áður voru boðaðar með tæpum 7 þúsund krónum á mánuði til allra, líka þeirra sem eru með milljónir á mánuði. Hefur einhver beðið stjórnvöld um þessa rausn við ríkasta helming landsmanna? Þarna er illa farið með almannafé. Húsnæðisstuðningurinn er alls ekki sá sem vonast hafði verið eftir og barnabætur eru með sömu skerðingunum á lágar millitekjur og í ár.“

Bjarni er sýnilega samur við sig. Heldur tryggð við ríkasta fólkið. Með stuðningi forsætisráðherra.

Oddný skrifar: „Og svo er viðbótaraðhald sem enginn veit enn hversu mikið verður. Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5% launahækkanir umfram verðlag verða ráðuneytin að skera niður fyrir þeim launakostnaði. Þetta mun hafa í för með sér lakari þjónustu við sjúklinga og börn og aðra þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og þetta mun auka enn álag á stóru kvennastéttirnar eins og á það sé bætandi, eða líklegt sé að þetta muni laða til starfa f leiri hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða. Þessi skilaboð í gegnum fjármálaáætlunina eiga væntanlega að setja pressu á samningsaðila. Slíkt er ekkert annað en ljótur leikur stjórnvalda í upphafi kjaraviðræðna við ríkisstarfsmenn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: