Greinar

Fjármagnstekjurnar valda þenslu

By Miðjan

September 12, 2022

Kristján Þórður Snæbjarnarson, varaforseti ASÍ, skrifar:

Nú þegar fjárlagafrumvarp hefur verið birt þá blasir við að ríkisstjórnin ætlar sér ekki að sækja auknar tekjur heldur að fara í niðurskurð á útgjaldahliðinni. Af hverju er ekki farið í að sækja meiri tekjur til dæmis með hækkun bankaskatts? Það væri hægt að setja komugjöld á ferðamenn og síðan auðvitað að hækka fjármagnstekjuskatt en þar liggur fjármagn sem veldur þenslu í dag og væri hægt að nýta til að halda áfram innviðauppbyggingu. Ég hef farið yfir það að ég hef verulegar áhyggjur af stöðu heimilanna enda hafa útgjöld aukist verulega vegna hárrar verðbólgu, sífellt hækkandi vaxta og ýmissa gjalda. Ég hefði viljað sjá meiri stuðning við heimilin. Hvar eru vaxtabæturnar, hefði ekki verið nauðsynlegt að auka við vaxtabætur við þessar aðstæður til þess að styðja við heimilin? Það hefði þurft að styrkja stuðningskerfin öll við þessar aðstæður. Sem sagt það hefði átt að auka tekjur ríkissjóðs til að mæta útgjöldum og forgangsröðun í útgjöldum til að tryggja sterkari innviði og stuðning við heimilin í landinu.

Kristján Þórður skrifaði greinina á Facebooksíðu sína.