- Advertisement -

Fjárlögin: Ráðherrar fái meiri skattalækkun en fátækir

Þetta þýðir að ráðherrar í ríkisstjórninni fá meiri skattalækkun en sá sem varla eða ekki nær endum saman.

Marinó G. Njálsson skrifar:

„Við erum að flýta þess­ari aðgerð, sem bæði er hugsuð til þess að lækka tekju­skatt sér­stak­lega hjá tekju­lægri hóp­un­um og skil­ar meiri lækk­un til tekju­lægstu hóp­anna en þeirra tekju­hærri, og líka að inn­leiða auk­inn jöfnuð í gegn­um þrepa­skipt skatt­kerfi.“ Þetta voru orð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra í dag.

Já, mikil ósköp, eitthvað munu „tekjulægri“ hóparnir fá í sinn hlut. En af þeim hópum, sem greiða skatta, þá teljast hinir tekjulægstu greinilega ekki til þeirra „tekjulægri“! Þannig er ávinningur þess sem er með 240.000 kr. á mánuði minni en þess sem er með 750.000 kr. á mánuði. Munar svo sem ekki miklu eða 425 kr. á mánuði. Það sem meira er, að sá sem er með 900.000 kr. eða meira í tekjur fær meiri ávinning af skattabreytingunum, en sá sem er með 220.000 kr. á mánuði. Skiptir þá engu máli hvort tekjurnar eru 900.000 kr. eða 25.000.000 kr., sá sem lendir í hátekjuskattþrepinu fær skattana sína lækkaða um 6.943 kr., meðan sá með 220.000 kr. fær lækkun upp á 6.918 kr.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bara að benda á þá staðreynd, að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra greina ekki rétt frá staðreyndum.

Þetta þýðir að ráðherrar í ríkisstjórninni fá meiri skattalækkun en sá sem varla eða ekki nær endum saman. Dásamlegt er þeirra réttlæti.

Nú er ég ekki að setja út á þeir sem eru með yfir 325.000 kr. á mánuði fái fína skattalækkun. Bara að benda á þá staðreynd, að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra greina ekki rétt frá staðreyndum. Það er EKKI verið að skila „meiri lækkun til tekjulægstu hópanna en þeirra tekjuhærri“! Ef einhver ætlar að benda á að þetta sé hærri prósenta, þá veit ég ekki um neinn sem greiðir fyrir nauðþurftar með prósentum.

Auðvelt er að lagfæra þetta með því að lækka skatthlutfall lægsta þrepsins annars vegar og hins vegar hækka skatthlutfall hinna tveggja eða lækka persónuafsláttinn enn meira. Það getur ekki falist neitt réttlæti í því, að fólk með margar milljónir í mánaðarlaun fái meiri skattalækkun en fólk með á bilinu 171.603 – 240.000 kr. í tekjur. (Sá sem er með 171.603 kr. í dag greiðir 6.943 kr. í skatt, en það er sama upphæð og skattar hátekjufólksins eiga að lækka um.)


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: