- Advertisement -

Fjárlagafrumvarp fyrir þau ríku

Það verður erfitt fyrir verkalýðshreyfinguna að kyngja þessu fyrir hönd sinna félaga.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Svo á að hækka alls konar aðra skatta sem almenningur þarf að borga.

Hvernig mun verkalýðshreyfingin taka á þessu nýja fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næstu 2 árin? Ég fæ ekki betur séð en að þessi 10 þúsund króna skattalækkun sem ríkisstjórnin lofaði lágtekjufólki í lífskjarasamningum sé fokin út í verður og vind. Í fyrsta lagi kemur þessi lækkun á tekjuskatti láglaunlaunafólks ekki að fullu til framkvæmda fyrr en árið 2021. Auk þess er þegar búið að taka hækkunina af fólki strax með þessu frumvarpi. Það á að hækka útvarpsgjald um 2,5 prósent og það á líka að hækka greiðslur í Framkvæmdasjóð aldraða um 2,5 prósent. Samanlagt nánast sama prósentutala og tekjuskattslækkunin á að nema. Svo á að hækka alls konar aðra skatta sem almenningur þarf að borga. En það á ekki að hækka fjármagnstekjuskattinn til að standa undir þeim hækkunum og ekki skattþrep þeirra ríku. Þeir ríku eiga heldur ekkert að borga af því sem kostar að breyta skattþrepunum úr 2 í 3. Það er millitekjufólkið sem á að borga, því skattþrep þess hækkar. Fólk sem áður borgaði 36,94% í tekjuskatt á að borga, með þessu nýja skattþrepi, tæp 38% árið 2021.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er svo sannarlega hjá þeim ríku.

Það er svo greinilegt hvar hjartað slær hjá þessari ríkisstjórn. Það er svo sannarlega hjá þeim ríku. Stjórnmálaelítan vill heldur ekki hækka sína skatta. Og ekki má hreyfa við kvótakóngunum því veiðigjöldin hækka ekkert. Vinstri grænir samþykkja þetta eins og ekkert sé, sem er skandall.

Það verður erfitt fyrir verkalýðshreyfinguna að kyngja þessu fyrir hönd sinna félaga.

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: