- Advertisement -

Fjandans hagnaður á versta tíma

Leiðari Það er mikið á útgerðina lagt. Hagnaðurinn hennar hefur aldrei verið meiri. Samt hefur ekki vantað svartnættið í erindrekum útgerðarinnar. Nú bera þeir á borð fyrir okkur að hagnaður sé alls ekki það sama og hagnaður. Það á hvert og eitt okkar víst að skilja.

Að staðreyndin um hagnaðinn komi fram svo skömmu fyrir kosningar, einmitt þegar stjórnmálaflokkar leita af peningum um allt, var sem rothögg á útgerðina. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lækkaði veiðigjöldin verulega. Hún stóð svo mikið með útgerðinni.

Nú var reynt að berja í brestina. Ná sátt milli allra. Það tókst ekki. Sjálfstæðisflokkur stendur með sínum skjólstæðingum og sagði nei. Sleit einingarbandið. Í öllum stórum málum í íslenskum stjórnmálum ræður sá för sem skemmst vill fara og hægast vill ganga. Þannig er það einnig hvað varðar skiptingu arðsins af sjávarauðlindinni. Er svo og verður svo.

Það er samt gaman að fylgjast með hvernig reynt er að segja okkur að hagnaður sé ekki endilega hagnaður. Útgerðin hefur oft hagnast vel og mikið. Nú var sett Íslandsmet í hagnaði. Meðal þess gripið er til er að sumar útgerðir hafi bara alls ekki hagnast. Í þeim orðum liggur jafnframt að stóru útgerðirnar hafi hagnast því meira. Sem sagt, víða er af nógu að taka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: