„Fiskveiðistjórnunarkerfi okkar er ekki náttúrulögmál“
Bjarni Benediktsson talaði enga tæpitungu á Alþingi í dag þegar hann beindi orðum sínum til stórútgerðarinnar:
„Í því sambandi langar mig að segja að fiskveiðistjórnarkerfið okkar er ekki náttúrulögmál. Það er mannanna verk. Aðgangur að auðlindinni, stjórn veiðanna, hvernig við viljum tryggja sjálfbærni veiðanna, hvaða veiðigjald við ætlum að taka, eru allt mál sem við ráðum til lykta á Alþingi með lögum og reglum. Möguleg innbyrðis togstreita um aflaheimildir á milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skattgreiðenda. Það verður ekki þannig. Nú höfum við tekið til varna í hinu svokallaða makrílmáli. Við munum taka til fullra varna. Ég hef reyndar góðar væntingar um að við munum hafa sigur í því máli. Ef svo ólíklega vill til að það mál fari ríkinu í óhag er einfalt mál í mínum huga að reikningurinn vegna þess verður ekki sendur á skattgreiðendur. Greiðslan vegna þess verður þá að koma frá greininni. Það er svo einfalt.“
-sme