Fréttir

Fiskeldið með klærnar í pólitíkinni

By Ritstjórn

February 18, 2022

Jón Kaldal blaðamaður sagði, í þættinum Pressan á Hringbraut í gærkvöld, að eigendur fiskeldisfyrirtækjanna á Vestfjörðum hafi í vinnu hjá sér forseta þriggja bæjarstjórna á Vestfjörðum. Á Ísafirði, í Bolungarvík og í Vesturbyggð.

Eins nefndi Jón þá staðreynd að þegar Einar K. Guðfinnsson hætti sem forseti Alþingis gekk hann til liðs við fiseldisfyrirtækin. Sem öll stunda eldi í sjókvíum. Mun fleiri fiskar drepast þar en til dæmis í Noregi, heimalandi eigendanna.

Að auki benti Jón Kaldal á að Jens Garðar Helgason, sem formaður fjárhagsráðs Sjálfstæðisflokksins, sé starfsmaður samskonar fiskeldis á Austfjörðum.

Hér er hægt að horfa á þáttinn.