Ekki er það burðugt hjá Framsókn. Lilja Alfreðsdóttir, sem var vonarstjarna hins illa farna flokks, er það ekki lengur. Flokkshagsmunirnir stangast á við jafnréttislög. Öll framganga Lilju í því máli er stór farartálmi á pólitískri braut Lilju.
Sigurður Ingi Jóhannsson segist vilja vera formaður áfram. Þrátt fyrir hversu aum staða flokksins er. Hangir enn yfir fimm prósenta dauðalínunni. Eigi að síður sækist hann eftir að vera formaður áfram. Ekki er það burðugt.
Viðvarandi átök Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar halda áfram. Sigmundur Davíð hefur betur. Þessa stundina hið minnsta. Sigurður Ingi hefur ekki eflst í verkum sínum. Þvert á móti.
Eftir afleiki Lilju er ekki vitað um neinn sem er líklegt formannsefni. Hvað getur komið Framsókn á fætur er óvíst. Ekkert er í kortunum. Ekkert sýnilegt. Gera verður ráð fyrir að Framsókn lifi af næstu kosningar. Ekkert umfram það.
Áhugafólk um stjórnmál fylgist með. Ekki síst glímu þeirra Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs. Kannski finnur Framsókn viðspyrnu.