Örsaga 5 úr hungurgöngunni:
„Okkur er sagt að kaupmáttur lægstu launa hafi hækkað, að við höfum aldrei haft það betra. Við sem lifum af lágum tekjum könnumst ekkert við þetta. Við finnum fyrir hverri krónu sem bætist við okkar mánaðarlegu útgjöld og við finnum hvern mánuð lengjast eftir því sem hungurgangan lengist. Síðasta vika hvers mánaðar er eins og auka mánuður. Sú vika sem við þurfum að harka á matargjöfum, lánum, góðmennsku annarra, eða bara á loftinu.“