Stjórnmál Unnur Brá Konráðsdóttir mun, samkvæmt Vísi, velta fyrir sér að taka þátt í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hvolsvellingurinn Unnur Brá er trúlega með betri kostum til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Vísir segir í fréttinni: „Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, sitjandi borgarfulltrúar, hafa gefið út að þau muni sækjast eftir því að fara fyrir listanum. Í hópi annarra sem nefnd hafa verið í sömu andrá má nefna Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmann utanríkisráðherra, Eyþór Arnalds, einn eigenda Morgunblaðsins, og Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmann fjármálaráðherra.“
Ekki er útilokað að framundan sé spennandi prófkjör, sem fer fram 27. janúar.