Fimmti hver kjósandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vildi Bjarna Benediktsson ekki í fyrsta sæti og tíundi hver vildi hann alls ekki á listann, hið minnsta ekki í eitt af sex efstu sætum listans. Þetta er högg fyrir formanninn og helsta valdamann Íslands í áraraðir. Hann var einn í kjöri í fyrsta sæti listans.
Þingmennirnir Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason fá ekki nema rétt um sextíu prósent atkvæða í eitthvert af sex efstu sætunum. Bryndís Haraldsdóttir fær ögn betri kosningu eða 66 prósent.
Arnar Þór Jónsson dómari hlýtur að vera vonsvikinn. Hann er í fimmta sæti og á engan von um að ná þingsæti.
Flokkurinn gefur aðeins upp stöðuna í sex efstu sætunum. Því er óvitað hvaða kosningu Vilhjálmur Bjarnason fékk. Vitað er að framboð Vilhjálms féll í grýttan jarðveg hjá Bjarna.
Eflaust munu flokksfélagar túlka niðurstöðuna sem sigur fyrir Bjarna. Það er venjan.
Talandi um Bjarna. Eftir því sem best er vitað rannsakar lögreglan enn meint sóttvarnarbrot hans á Þorláksmessu.